Niðurgreiðir Detox meðferð

Aðalsteinn Baldursson, er formaður Framsýnar, stéttarfélags þingeyinga.
Aðalsteinn Baldursson, er formaður Framsýnar, stéttarfélags þingeyinga.

Verka­lýðsfé­lagið Fram­sýn á Húsa­vík hef­ur ákveðið að niður­greiðir Det­ox meðferðir hjá fé­lags­mönn­um. Niður­greiðslan get­ur að há­marki verið 40 þúsund krón­ur.

Í frétt á heimasíðu Fram­sýn­ar seg­ir að Det­ox meðferðin hef­ur vakið tölu­verða at­hygli "enda um góða for­vörn að ræða að mati þeirra sem tekið hafa þátt í meðferðinni."

Styrk­ur Fram­sýn­ar til fé­lags­manna er allt að kr. 40.000,- vegna meðferðar. Styrk­ur­inn tek­ur mið af fé­lags­gjaldi þess sem sæk­ir um styrk­inn. "Með þess­ari ákvörðun vill fé­lagið stuðla að því að fé­lags­menn geti farið í meðferðina og um leið að ýta und­ir at­vinnu­upp­bygg­ingu í Mý­vatns­sveit en Det­ox ehf. kem­ur til með að vera staðsett í Mý­vatns­sveit og á Reykja­nes­inu."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert