Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík hefur ákveðið að niðurgreiðir Detox meðferðir hjá félagsmönnum. Niðurgreiðslan getur að hámarki verið 40 þúsund krónur.
Í frétt á heimasíðu Framsýnar segir að Detox meðferðin hefur vakið töluverða athygli "enda um góða forvörn að ræða að mati þeirra sem tekið hafa þátt í meðferðinni."
Styrkur Framsýnar til félagsmanna er allt að kr. 40.000,- vegna meðferðar. Styrkurinn tekur mið af félagsgjaldi þess sem sækir um styrkinn. "Með þessari ákvörðun vill félagið stuðla að því að félagsmenn geti farið í meðferðina og um leið að ýta undir atvinnuuppbyggingu í Mývatnssveit en Detox ehf. kemur til með að vera staðsett í Mývatnssveit og á Reykjanesinu."