Rafmagnsbilun hjá Kaupþingi á þriðjudag olli því að símkerfi bankans hökti á þriðjudag og eins tölvukerfi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi komst sím- og tölvukerfið fljótlega í lag en bilunin orsakaði það að útgreiðslur á séreignasjóði lífeyrisauka skiluðu sér ekki inn á reikninga viðskiptavina fyrr en í morgun í stað miðvikudags.