Réttindi lækka um 6% út árið

Frá Ísafirði. Um 3.000 manns greiða í Lífeyrissjóð Vestfirðinga.
Frá Ísafirði. Um 3.000 manns greiða í Lífeyrissjóð Vestfirðinga. (C)Kjartan P. Sig kps@photo.is

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga samþykkti fyrr í vikunni að lækka áunnin réttindi sjóðsfélaga um tólf prósent. Vegna greiðslu frá ríkinu lækka réttindi sjóðsfélaga um helmingi minna, eða sex prósent. Tæplega 3.000 manns greiða í sjóðinn og námu iðgjöldin 893 milljónum króna. Hrein eign sjóðsins lækkaði um 4,7 milljarða, vegna bankahrunsins, sem nemur tæpum 18 prósentum á síðasta ári, að því er fréttavefurinn BB.is segir frá.

Skuldbindingar sjóðsins voru rúmlega 15 prósent hærri en eignir í lok ársins 2008 skv. tryggingafræðilegri úttekt og því var ákveðið að lækka lífeyrisréttindin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert