Sendinefnd AGS í heimsókn

Bogdan Cristel

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, er komin til landsins til viðræðna við íslensk stjórnvöld og fleiri hagsmunaaðila. Í umræðum á Alþingi á miðvikudag sagðist Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar þingsins, reikna með að sendinefndin fundaði með íslenskum fjölmiðlum á fimmtudag í næstu viku.

Helgi Hjörvar sagði að heimsókn AGS ætti ekki að koma neinum á óvart, hún væri í samræmi við áætlun sjóðsins og þá tilkynningu sem gefin hefði verið út í febrúar sl. Eftir væri að fara yfir nokkur tæknileg úrlausnarefni, eins og þingmaðurinn orðaði það. Sagði Helgi að sendinefnd sjóðsins væri að skoða heildarstöðu þjóðarbúsins, ekki ríkisins sérstaklega heldur frekar atvinnulífsins í heild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert