Slökkvilið fengið til að bjarga gervigrasvelli

Brunavarnir Árnessýslu að störfum við gervigrasvöllinn á Selfossi í dag.
Brunavarnir Árnessýslu að störfum við gervigrasvöllinn á Selfossi í dag. Sunnlendingur.is

Slökkviliðsmenn með slökkvibíl frá Brunavörnum Árnessýslu voru kallaðir út um miðjan dag í dag til bjargar gervigrasvellinum á Selfossi. Hvorki var þó um bráðabjörgun né eld að ræða í gervigrasinu heldur var vallarstjóri Selfossvallar uggandi þegar vind tók að blása þar sem hann óttaðist að grasið yrði of þurrt fyrir leik Selfoss og Víkings í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu sem fram fer á vellinum í kvöld.

Á fréttavefnum Sunnlendingur.is kemur fram að Brunavarnir Árnessýslu hafi brugðist skjótt og vel við kalli vallarstjórans og sendu bíl og mannskap á völlinn hvar þeir sprautuðu svalandi vatni yfir gervigrasið. Selfossvöllur verður því rakur og mjúkur í kvöld en þannig vilja knattspyrnumenn hafa gervigrasvelli.

Sjá nánar á Sunnlendingur.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert