Terror í Þjóðmenningarhúsinu

Fjöldi fólks þurfti að gera sér að góðu niðurlægjandi framkomu landamæravarða við flóttamannabúðir sem komið var upp við Þjóðmenningarhúsið á þriðjudagskvöldið.

Ævintýrapersónur, starfsmenn hjálparsamtaka, hælisleitendur frá Fit I Njarðvík, geitur úr Húsdýragarðinum, leikarar og listamenn leiddu saman hesta sína í æsilegum gerningi um vald, skrifræði og landamæri sem barst inn í húsið sem hafði gerbreytt um svip.

Nauðgunarbúðir, glæsileg matarveisla í Bosníu,  Rauðhetta og Mjallhvít alblóðugar, strangtrúaður gyðingur með hríðskotabyssu, og  konur í íslenskum þjóðbúningum að prjóna fyrir framan sjónvarpið taka þátt í uppfærslunni. Þar eru líka Jón Sigurðsson Árni Magnússon og fleiri.  Öllu alvarlegri var tónninn í raunverulegum hælisleitendum á Íslandi sem báðu fólk um að bjarga lífi sínu.

Þeim sem vilja kynna sér verkið Orbis Terræ sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík er bent á að flóttamannabúðunum Kósí verður næst slegið upp  næstkomandi laugardag klukkan fimm. Margrét Vilhjálmsdóttir er listrænn stjórnandi verksins sem er að hluta til leikrit eftir Hrund Gunnsteinsdóttur um konur sem hittast eftir langvarandi stríð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert