Samtrúarleg friðarstund

Friðarstund með Dalai Lama verður í Hallgrímskirkju.
Friðarstund með Dalai Lama verður í Hallgrímskirkju. mbl.is/Ómar

Biskup Íslands býður til samtrúarlegrar friðarstundar í Hallgrímskirkju í tilefni af heimsókn Dalai Lama, að því er fram kemur á vef Þjóðkirkjunnar. Friðarstundin hefst kl. 15 mánudaginn 1. júní og er öllum opin.

Fulltrúar kristinna kirkna og annarra trúarbragða lesa texta úr helgiritum í friðarstundinni og Dalai Lama flytur stutt ávarp. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Dalai Lama mun flytja stutt ávarp.
Dalai Lama mun flytja stutt ávarp. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert