Biskup Íslands býður til samtrúarlegrar friðarstundar í Hallgrímskirkju í tilefni af heimsókn Dalai Lama, að því er fram kemur á vef Þjóðkirkjunnar. Friðarstundin hefst kl. 15 mánudaginn 1. júní og er öllum opin.
Fulltrúar kristinna kirkna og annarra trúarbragða lesa texta úr helgiritum í friðarstundinni og Dalai Lama flytur stutt ávarp. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar.