Að minnsta kosti tíu metra langur

Hákarlinn sem kom í troll Barða NK var risastór.
Hákarlinn sem kom í troll Barða NK var risastór. Hákon Bjarnason

Skipverjar á Barða NK 120 fengu risastóran hákarl í trollið í nótt sem leið. Líklega var um beinhákarl að ræða. Það var mál skipverja að þeir hafi aldrei áður sé jafn tröllaukinn hákarl.

Hákon Bjarnason, skipverji á Barða NK, var á dekkinu þegar trollið var tekið um borð um klukkan sex í morgun. Hann sagði að þeir hafi slegið á að hákarlinn hafi verið að minnsta kosti tíu metra langur. Skipverjar hafi aldrei áður séð jafn stóran hákarl.

„Hann var stór. Ég held að hann hafi verið um tíu metra langur,“ sagði Hákon. „Mér sýndist þetta vera beinhákarl.“ Hákon sagði að trollið hafi verið óskemmt þrátt fyrir þennan risafisk. Hákarlinn var dauður eða allavega mjög dasaður þegar þegar hann kom um borð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert