Fjórfaldur pottur næst

Enginn var með allar tölur réttar í lottói kvöldsins og rennur því potturinn, rúmar 15,7 milljónir króna í pottinn næsta laugardagskvöld en þá verður potturinn fjórfaldur. Lottótölur kvöldsins eru 6, 12, 19, 22 og 23 en bónustalan er 14. Þrír voru með fjórar tölur af fimm réttar auk bónustölunnar og fær hver þeirra tæpar 88 þúsund krónur í sinn hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert