Veiddu 150 hvali

Hvalvík bar nafn með rentu í morgun þegar þar veiddust …
Hvalvík bar nafn með rentu í morgun þegar þar veiddust 150 grindhvalir. Þorgeir Baldursson

Fyrsta grindhvalavaða sumarsins gekk inn í Hvalvík í Færeyjum í morgun. Um 150 hvalir voru í vöðunni og veiddust þeir allir, að sögn fréttavefjar Sosialsins. Uppi varð fótur og fit meðal heimamanna þegar fréttist af vöðunni.

Fjöldi fólks kom til að fylgjast með atburðarásinni. Þegar Þorgeir Baldursson ljósmyndari átti leið hjá var verið að koma síðustu dýrunum upp að bryggju. Hvalirnir voru síðan skornir samkvæmt gamalli hefð.

Að sögn Sosialsins kom grindhvalavaðan sér vel fyrir Færeyinga. Síðast gekk grindhvalur í Hvannsundi í janúar og veiddust þá 90 hvalir. Fram að því hafði ekki verið drepinn grindhvalur frá því í ágúst 2007 þegar einn hvalur veiddist í Sandagerði.

Bloggsíða Þorgeirs Baldurssonar ljósmyndara

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka