Fólki fjölgar á Austurvelli

Fundarmenn á Austurvelli voru á öllum aldri.
Fundarmenn á Austurvelli voru á öllum aldri. mbl.is/HAG

„Heimilin eru ekki að biðja um ölmusu. Heimilin eru að biðja um leiðréttingu,“ sagði Ólafur Garðarsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna á Austurvelli í dag. Tóku fundarmenn vel undir orð hans.

Um 400 manns voru mætt á Austurvelli á samstöðufundi hagsmunasamtaka heimilanna, að mati lögreglumanns á staðnum. Fólki fjölgaði eftir því sem leið á fundinn, en hann byrjaði klukkan 15.00. Þar voru á dagskrá ræðuhöld og tónlistarflutningur hljómsveitarinnar EGÓ.

Samkvæmt heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna voru ræðumenn dagsins Bjarki Steingrímsson, varaformaður VR, Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi, Ólafur Garðarsson og Guðrún Dadda Ásmundardóttir en þau sitja í stjórn hagsmunasamtakanna. 

Heimasíða Hagsmunasamtaka heimilanna

Góður rómur var gerður að ræðu Ólafs Garðarssonar.
Góður rómur var gerður að ræðu Ólafs Garðarssonar. mbl.is/HAG
Guðrún Dadda Ásmundardóttir ávarpar samstöðufund Hagsmunasamtaka heimilanna.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir ávarpar samstöðufund Hagsmunasamtaka heimilanna. mbl.is/HAG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka