Fólki fjölgar á Austurvelli

Fundarmenn á Austurvelli voru á öllum aldri.
Fundarmenn á Austurvelli voru á öllum aldri. mbl.is/HAG

„Heim­il­in eru ekki að biðja um ölm­usu. Heim­il­in eru að biðja um leiðrétt­ingu,“ sagði Ólaf­ur Garðars­son, stjórn­ar­maður í Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna á Aust­ur­velli í dag. Tóku fund­ar­menn vel und­ir orð hans.

Um 400 manns voru mætt á Aust­ur­velli á sam­stöðufundi hags­muna­sam­taka heim­il­anna, að mati lög­reglu­manns á staðnum. Fólki fjölgaði eft­ir því sem leið á fund­inn, en hann byrjaði klukk­an 15.00. Þar voru á dag­skrá ræðuhöld og tón­listar­flutn­ing­ur hljóm­sveit­ar­inn­ar EGÓ.

Sam­kvæmt heimasíðu Hags­muna­sam­taka heim­il­anna voru ræðumenn dags­ins Bjarki Stein­gríms­son, vara­formaður VR, Sigrún Elsa Smára­dótt­ir, borg­ar­full­trúi, Ólaf­ur Garðars­son og Guðrún Dadda Ásmund­ar­dótt­ir en þau sitja í stjórn hags­muna­sam­tak­anna. 

Heimasíða Hags­muna­sam­taka heim­il­anna

Góður rómur var gerður að ræðu Ólafs Garðarssonar.
Góður róm­ur var gerður að ræðu Ólafs Garðars­son­ar. mbl.is/​HAG
Guðrún Dadda Ásmundardóttir ávarpar samstöðufund Hagsmunasamtaka heimilanna.
Guðrún Dadda Ásmund­ar­dótt­ir ávarp­ar sam­stöðufund Hags­muna­sam­taka heim­il­anna. mbl.is/​HAG
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert