Allt að 250 manns úr hópi bifhjólamanna, ættingja og vina Árna Ragnars Árnasonar, sem lést í bifhjólaslysi á Hringbraut í gærkvöldi, söfnuðust saman á slysstað í kvöld og minntust hins látna. Fulltrúar úr öllum helstu bifhjólaklúbbum mættu til athafnarinnar þar sem samstaða ríkti og kveikt var á kertum.