Nokkrir grunaðir um auðgunarbrot

Mohamed Bin Khalifa Al-Thani
Mohamed Bin Khalifa Al-Thani

Nokkrir einstaklingar hafa fengið stöðu grunaðra í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum Q Iceland Finance, eignarhaldsfélags sjeiks Mohamed Bin Khalifa Al-Thani frá Katar, á um fimm prósenta hlut í Kaupþingi í september síðastliðnum.

„Annars vegar erum við að skoða hvort þessi viðskipti kunni að varða ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti og hins vegar auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Að sögn Ólafs leikur grunur á að umrædd viðskipti hafi verið til þess fallin að veita rangar og villandi upplýsingar til markaðarins um stöðu Kaupþings, en undir ákvæði um markaðsmisnotkun falla m.a. sýndarviðskipti.

Ekki er búið að yfirheyra Ólaf Ólafsson, sem er persónulegur vinur sjeiksins og var annar stærsti eigandi Kaupþings, en hann hafði milligöngu um viðskiptin.

Talið er líklegt að fleiri fái stöðu grunaðra en mönnum er formlega gefin sú staða við yfirheyrslur. Hin meintu brot geta varðað allt að sex ára fangelsi.

Leitað á heimili og skrifstofu Ólafs

Í gær var gerð húsleit á heimili Ólafs Ólafssonar og á skrifstofu Q Iceland Finance ehf., sem er til húsa hjá lögmannsstofunni Fulltingi á Suðurlandsbraut. Jafnframt var leitað á skrifstofum Arion verðbréfavörslu og á skrifstofum Kjalars, sem er eignarhaldsfélag í eigu Ólafs. Svo virðist sem rannsakendur hafi talið að Ólafur væri með skrifstofu í höfuðstöðvum Samskipa því þeir sem þangað voru sendir í gær gripu í tómt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert