Sex vilja reka löggubíla

hag / Haraldur Guðjónsson

Sex fyr­ir­tæki gerðu átta til­boð í rekst­ur bílamiðstöðvar lög­regl­unn­ar. Þar af var eitt með þrjú til­boð. Til­boðin voru opnuð 20. maí og er reiknað með að niðurstaða útboðsins liggi fyr­ir í næstu viku.

At­hygli vek­ur mik­ill mun­ur á til­boðunum, en hann á sína skýr­ingu. Vélamiðstöðin lagði inn þrjú til­boð. Heild­ar­upp­hæð þess lægsta var 12.512.094 kr. en heild­ar­upp­hæð hinna var 370 millj­ón­ir og 363,6 millj­ón­ir kr. Hæsta til­boð var frá Vara hf. og hljóðaði upp á tæp­ar 520 millj­ón­ir.

Við opn­un til­boðanna var lögð fram at­huga­semd við fram­kvæmd útboðsins frá fram­kvæmda­stjóra Vélamiðstöðvar­inn­ar. Farið var fram á að til­boðsblöðin yrðu sam­ræmd og opn­un til­boðsins frestað.

Guðmund­ur Hann­es­son, for­stöðumaður ráðgjaf­ar­sviðs Rík­is­kaupa, sagði að útboðsgögn­in hefði mátt skilja svo að ann­ars veg­ar ætti að marg­falda fjölda bíla í hverj­um hópi og ein­inga­verð eða hins veg­ar að gefa ein­ung­is upp ein­inga­verð. „Það var sitt á hvað að menn gáfu ein­ung­is upp ein­inga­verðið eða marg­földuðu það sam­an við fjöld­ann á bíl­un­um,“ sagði Guðmund­ur. Hann sagði fjöld­ann á bíl­un­um vera í útboðsgögn­um og all­ir til­boðsgjaf­ar hefðu gefið upp ein­inga­verð. Eft­ir er að fara yfir til­boðin, hæfi bjóðenda og gildi til­boða. Einnig að at­huga hvort fjöldi bíla og ein­inga­verð voru marg­földuð sam­an eða ekki. Guðmund­ur sagði að það yrði ein­falt reikn­ings­dæmi að reikna út lægsta til­boð.

Hann taldi að niðurstaðan myndi liggja fyr­ir fljót­lega í næstu viku.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert