Svínaflensa á Íslandi

Reuters

Eitt til­felli in­flú­ensu A (H1N1) hef­ur verið staðfest hér á landi og grun­ur leik­ur á að fjór­ir til viðbót­ar séu smitaðir. Sýni þar að lút­andi verða send til rann­sókn­ar.  Viðkom­andi til­felli eru á höfuðborg­ar­svæðinu og á Suður­landi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sótt­varn­ar­lækni.

Á fundi sótt­varna­lækn­is og al­manna­varna­deild­ar í morg­un var ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarstigi að svo komnu máli vegna þess að veik­indi þeirra sem hlut eiga að máli eru ekki al­var­leg. Hins veg­ar verða send út boð í dag til sótt­varna­lækna lands­ins um að skerpa á eft­ir­liti í heil­brigðisþjón­ust­unni, til­kynna um grun­sam­leg veik­inda­til­vik þegar í stað og taka sýni úr viðkom­andi.

Öll til­fell­in sem hér um ræðir eru inn­an sömu fjöl­skyld­unn­ar. Sá fyrsti sem veikt­ist kom frá út­lönd­um fyr­ir um viku síðan og nú er staðfest að hann hafi fengið in­flú­ens­una. Hinir fjór­ir veikt­ust í kjöl­farið og grun­ur leik­ur á að þeir séu einnig smitaðir af in­flú­ensu A (H1N1).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert