LÍN leitar til Ríkisendurskoðunar

Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs.
Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. Þorvaldur Örn Kristmundsson

LÍN hefur haft samband við Ríkisendurskoðun og óskað eftir því að viðskipti Lánasjóðsins við fyrirtæki í eigu dóttur bæjarstjórans í Kópavogi, Gunnars Birgissonar, verði skoðuð. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Stjórn LÍN telur eðlilegast að utanaðkomandi rannsaki málið og geri það hratt og vel. LÍN hefur greitt umræddu fyrirtæki 11 milljónir króna fyrir vinnu sem var unnin hluta þess tíma sem Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, sat í stjórn LÍN.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert