Niðurstöður koma á morgun

Haraldur Briem.
Haraldur Briem. Heiðar Kristjánsson

Niðurstöður eru væntanlegar fyrir hádegi á morgun um hvort fjórir einstaklingar sem sýni voru tekin úr eru smitaðir af inflúensu A (H1N1). Hvorki sá sem staðfest er að smitaðist af inflúensunni, né þeir sem grunur leikur á að hafi smitast, eru á sjúkrahúsi, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis.

„Það er enginn mikið veikur,“ sagði Haraldur í samtali við mbl.is. Fólkið sem um ræðir er allt heimavið.  Haraldur sagði rannsóknina standa yfir en búið er að taka sýni úr öllum sem hugsanlega geta verið með einhver einkenni. Haraldur sagði sennilegt að niðurstöðurnar kæmu fyrir hádegi á morgun. Í morgun var haldinn fundur vegna inflúensunnar. Vænta má tilkynningar að fundinum loknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert