„Ég er þess fullviss að vönduð rannsókn muni leiða í ljós algert sakleysi mitt af þeim ávirðingum sem á mig hafa verið bornar í fjölmiðlum,“ segir Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður. Hann segir rannsóknaraðila hafa lagt hald á tölvugögn í hans húsakynnum.
Yfirlýsing Ólafs er eftirfarandi:
„Samkvæmt yfirlýsingu sérstaks saksóknara var gerð húsleit á mörgum stöðum í síðustu viku í tengslum við kaup félagsins Q Iceland Finance ehf. á hlutafé í Kaupþing banka hf. en húsleitirnar eru hluti rannsóknar sem samkvæmt fjölmiðlum hefur staðið yfir lengi.
Ég vil í því sambandi staðfesta að rannsóknaraðilar hafa lagt hald á tölvugögn sem voru í húsakynnum í minni eigu á Íslandi,
en töldu sig ekki hafa þörf fyrir önnur gögn þar. Ég er þess fullviss að vönduð rannsókn muni leiða í ljós algert sakleysi mitt af þeim ávirðingum
sem á mig hafa verið bornar í fjölmiðlum.“