Rannsókn leiði í ljós sakleysi

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er þess full­viss að vönduð rann­sókn muni leiða í ljós al­gert sak­leysi mitt af þeim ávirðing­um sem á mig hafa verið born­ar í fjöl­miðlum,“ seg­ir Ólaf­ur Ólafs­son kaup­sýslumaður. Hann seg­ir rann­sókn­araðila hafa lagt hald á tölvu­gögn í hans húsa­kynn­um.

Yf­ir­lýs­ing Ólafs er eft­ir­far­andi:

„Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu sér­staks sak­sókn­ara var gerð hús­leit á mörg­um stöðum í síðustu viku í tengsl­um við kaup fé­lags­ins Q Ice­land Fin­ance ehf. á hluta­fé í Kaupþing banka hf. en hús­leit­irn­ar eru hluti rann­sókn­ar sem sam­kvæmt fjöl­miðlum hef­ur staðið yfir lengi.
 
Ég vil í því sam­bandi staðfesta að rann­sókn­araðilar hafa lagt hald á tölvu­gögn sem voru í húsa­kynn­um í minni eigu á Íslandi,
en töldu sig ekki hafa þörf fyr­ir önn­ur gögn þar. Ég er þess full­viss að vönduð rann­sókn muni leiða í ljós al­gert sak­leysi mitt af þeim ávirðing­um
sem á mig hafa verið born­ar í fjöl­miðlum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert