Torfhildur 105 ára í dag

Torfhildur Torfadóttir
Torfhildur Torfadóttir Af vef Bæjarins besta

Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði, elsti núlifandi Íslendingurinn, er 105 ára í dag. Hún er fædd í Asparvík í Strandasýslu, yngst ellefu systkina, átta alsystkina og þriggja hálfsystkina, og ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði. Nokkur systkinanna náðu háum aldri, Ásgeir varð 100 ára, Eymundur 96 ára og Guðbjörg 91 árs. Eftir fermingu var Torfhildur í vinnumennsku í Reykhólasveit í Austur-Barðastrandarsýslu en flutti síðan til Ísafjarðar og giftist Einari Jóelssyni sjómanni.

Einar lést árið 1981. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi, Torfi 59 ára, Sigurbjörn 67 ára og Kristín 76 ára. Ekki er vitað um neina íbúa Vestfjarða sem náð hafa hærri aldri en Torfhildur, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert