Símafyrirtækið Og Fjarskipti þarf að fjarlægja tæplega nítján metra háan staur sem félagið reisti við mynni Ásbyrgis í leyfisleysi. Ríkisútvarpið greinir frá því að sveitarstjórn Norðurþings hafi hnekkt ákvörðun skipulags og byggingarnefndar um að veita leyfi fyrir staurnum.
Fjarlægja skal staurinn innan sex mánaða. Ríkisútvarpið segir fulltrúa VG í sveitarstjórn segja niðurstöðuna ekki ásættanlega.
Símafyrirtækið sótti um leyfi fyrir staurnum eftir að hann var reistur. Meirihluti skipulags - og byggingarnefndar Norðurþings samþykkti að staurinn fengi að standa í tvö ár. Sá fyrirvari var settur að sú ákvörðun yrði staðfest í sveitarstjórn. Sveitarstjórn hnekkti svo ákvörðun skipulags og byggingarnefndar og hefur veitt leyfi fyrir staurnum til sex mánaða.