77 ára og skuldum vafinn

00:00
00:00

Vil­helm Þór Júlí­us­son verður  77 ára á laug­ar­dag og hef­ur unnið erfiðis­vinnu nær alla tíð, eða þar til hon­um var sagt upp í fyrra. Hann þurfti að byrja aft­ur frá grunni þegar hann stóð á fimm­tugu en í dag stend­ur hann uppi með minna en ekki neitt.

Vil­helm tók hundrað pró­senta lán upp á tólf komma sex millj­ón­ir til að kaupa litla tveggja her­bergja í íbúð í Dúfna­hól­um. Hann hef­ur alltaf staðið í skil­um en lánið hef­ur hækkað um fimm millj­ón­ir og er nú sautján komma sex millj­ón­ir langt yfir markaðsvirði íbúðar­inn­ar.

Hann keypti sér líka bíl fyr­ir 1590 þúsund árið 2006 og fór þá eft­ir ráðlegg­ing­um bíla­sal­ans þótt hann hefði van­trú á því að taka mynt­körfulán. Hann hef­ur borgað af bíln­um í hverj­um mánuði en bíll­inn er þó miklu minna virði en lánið.

Hann hef­ur sótt um að frysta hluta lán­anna til að leysa málið tíma­bundið. Hann seg­ist ef­ast um að standa nokk­urn tím­ann und­ir af­borg­un­um í framtíðinni sök­um at­vinnu­leys­is og elli.

Vil­helm hef­ur reynt að sleppa úr þessu óleys­an­lega reikn­ings­dæmi og vildi skila lykl­in­um og fara í fé­lags­lega íbúð fyr­ir aldraða þótt hann þyrfti að taka með hluta af skuld­un­um. Meðal­ald­ur­inn þeirra sem fá slíkt úrræði er hins­veg­ar 87 ár og því ólík­legt að að það verði á næstu tíu árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert