Afþakka ráðgjöf AGS ef vextir lækka ekki

Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi.
Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi. mbl.is/Ómar

Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, sagði við umræður um efna­hags­horf­urn­ar á Alþingi í dag, að lækki vext­ir ekki á næst­unni verði rík­is­stjórn­in að afþakka ráðgjöf Alþjóðagjald­eyrs­sjóðsins. Rík­is­bank­arn­ir geti sjálf­ir ákveðið að lækka vexti í 5%

„Hátt vaxta­stig hef­ur dýpkað fjár­málakrepp­una á Íslandi og tafið fyr­ir end­ur­reisn banka­kerf­is­ins,“ sagði hún. „Nýju bank­arn­ir geta t.d. ekki birt efna­hags­reikn­inga sína þar sem rekst­ur þeirra er ekki líf­væn­leg­ur á meðan vext­ir af inn­lán­um hér á landi eru hærri en vext­ir á eign­um þeirra er­lend­is. Lækki vext­ir ekki á næst­unni verður rík­is­stjórn­in ein­fald­lega að afþakka efna­hags­ráðgjöf Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins til að forða þjóðinni frá gjaldþroti. Óþarfi er að bíða í mörg ár eft­ir aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til að ná fram vaxta­lækk­un hér á landi. Rík­is­bank­arn­ir geta ein­fald­lega tekið ákvörðun um að lækka vexti niður í 5% eða til sam­ræm­is við vaxta­stig í öðrum lönd­um,“ sagði Lilja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert