Bændasamtökin brutu samkeppnislög

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hef­ur staðfest niður­stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að Bænda­sam­tök Íslands hafi brotið sam­keppn­is­lög. Seg­ir nefnd­in að verðlagn­ing búvara sem ekki eru verðlagðar á grund­velli bú­vöru­laga lúti „lög­mál­um hins frjálsa markaðar og þar með ákvæðum sam­keppn­islaga eins og sam­keppn­is­yf­ir­völd hafa staðfest hvað eft­ir annað með úr­sk­urðum þar að lút­andi.“

Staðfesti nefnd­in einnig að BÍ hafi brotið gegn sam­keppn­is­lög­um með aðgerðum sem miðuðu að því að hækka verð á bú­vör­um og taldi nefnd­in að um óvé­fengj­an­legt lög­brot hafi verið að ræða, að því er fram kem­ur á vef Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Þar seg­ir að áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hafi talið hæfi­legt að lækka sekt BÍ í sjö og hálfa millj­ón kr. Var í því sam­bandi vísað til þess að um fyrsta brot BÍ væri að ræða og að op­in­ská­ar umræður hefði lengi viðgeng­ist á vett­vangi BÍ án af­skipta. Áfrýj­un­ar­nefnd taldi fyr­ir­mæli Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til BÍ um aðgerðir til að koma í veg fyr­ir að sams­kon­ar brot verði end­ur­tek­in of al­menn og felldi þau úr gildi. Mun Sam­keppnis­eft­ir­litið í kjöl­far þessa úr­sk­urðar setja sig í sam­band við BÍ til að tryggja að sett­ar verði skýr­ar vinnu­regl­ur sem tryggi að á vett­vangi BÍ eigi sér ekki aft­ur stað ólög­mætt verðsam­ráð.

Þann 6. mars sl. komst Sam­keppnis­eft­ir­litið að þeirri niður­stöðu að Bænda­sam­tök Íslands (BÍ) hafi brotið gegn sam­keppn­is­lög­um með aðgerðum sem miðuðu að því að hækka verð á bú­vör­um. Átti brotið sér stað í tengsl­um við Búnaðarþing sem haldið var í mars 2008. Var brotið talið snúa að bú­vör­um sem ekki lúta op­in­berri verðlagn­ingu skv. bú­vöru­lög­um, s.s. kjúk­ling­um, eggj­um, græn­meti og svína­kjöti. Vegna þessa brots var BÍ gert að greiða 10.000.000 kr. stjórn­valds­sekt og lagt fyr­ir BÍ að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyr­ir að sams­kon­ar brot verði end­ur­tek­in.
 
BÍ sættu sig ekki við þessa ákvörðun og skutu mál­inu til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála. Sam­tök­in telja sig ekki hafa brotið sam­keppn­is­lög og halda því fram að aðgerðir þeirra falli ekki und­ir ákvæði sam­keppn­islaga. Hafa BÍ í því sam­bandi vísað til ákvæða bú­vöru­laga. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur hins veg­ar byggt á því að sam­keppni sé ætlað að tryggja hags­muni al­menn­ings varðandi þær bú­vör­ur sem ekki lúta op­in­berri verðlagn­ingu. Í mál­inu reyndi því á mik­il­væg álita­efni varðandi sam­spil bú­vöru­laga og sam­keppn­islaga. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert