Fékk hjartastopp í lögreglubílnum

Sjó­liði af danska varðskip­inu Hvidbjörn­en, 21 árs gam­all, verður að sögn lög­reglu ákærður fyr­ir inn­brot, þjófnað og eigna­spjöll í Kaupþingi banka í Aust­ur­stræti fyrr í kvöld. Hann var hand­tek­inn en fékk hjarta­stopp í lög­reglu­bíln­um. Maður­inn var end­ur­lífgaður og er á sjúkra­húsi.

Lög­regl­unni var til­kynnt um mann sem væri að sparka sig inn í hraðbanka bank­ans um kl. 20.30 í kvöld. Þegar lög­regl­an kom á staðinn var maður­inn kom­inn alla leið inn í bank­ann sjálf­an.

Sjó­liðinn  var mjög æst­ur og með mikið af ís­lenskri mynt á sér, aðallega hundrað krónu pen­inga og tíu krónu pen­inga sem hann hafði stolið í bank­an­um. Upp­rifn­ir hólk­ar utan af mynt­inni voru úti um allt. Eft­ir er að telja hvað klinkið var verðmætt.

Maður­inn var hand­tek­inn og færður í stór­an lög­reglu­bíl í hand­járn­um. Á leiðinni upp á lög­reglu­stöð lenti maður­inn í hjarta­stoppi. Talið er lík­legt að hann hafi verið und­ir mikl­um áhrif­um örv­andi efna og það kunni að hafa stuðlað að hjarta­stopp­inu.

Lög­reglumaður sem var hjá mann­in­um aft­ur í lög­reglu­bíln­um losaði af hon­um hand­járn­in og hóf þegar lífg­un­ar­tilraun­ir. Lög­reglu­bíll­inn ók í for­gangi á slysa­deild og beitti lög­reglumaður­inn hjarta­hnoði alla leiðina á spít­al­ann. End­ur­lífg­un tókst og var sjó­liðinn lagður inn á sjúkra­hús þar sem hann dvel­ur nú.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert