ESB-tillaga lögð fram á þingi

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Þingsályktunartillaga Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, um að hefja skuli aðildarviðræður við Evrópusambandið, var lögð fram á Alþingi í dag. Um er að ræða stjórnartillögu.

Samkvæmt tillögunni felur Alþingi ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.

Tillagan er nánast samhljóða drögum, sem utanríkisráðuneytið kynnti opinberlega fyrir rúmri viku. Við lista yfir grundvallarhagsmuni Íslands, sem gæta á í viðræðunum, hefur nú verið bætt, að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna sé gætt.

Tillagan í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka