Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins og Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, settust nú undir kvöld á fund þar sem rætt er um fyrirhugaðan stöðugleikasáttmála.
Jóhanna sagði á Alþingi í dag, að sá stöðugleikasáttmáli, sem stjórnvöld vildu gera við aðila vinnumarkaðarins, væri grundvallaratriði í þeim efnahagsaðgerðum, sem ríkisstjórnin væri að undirbúa. Markmið sáttmálans væri að aðstoða heimilin og koma atvinnulífinu í gang.