Hafdís Gísladóttir ráðin aðstoðarmaður umhverfisráðherra

Hafdís Gísladóttir
Hafdís Gísladóttir

Haf­dís Gísla­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá umboðsmanni barna, hef­ur verið ráðin aðstoðarmaður Svandís­ar Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra. Haf­dís er með meist­ara­próf í op­in­berri stjórn­sýslu frá fé­lags­vís­inda­deild Há­skóla Íslands, er menntaður leik­skóla­kenn­ari og nam sér­kennslu á sviði heyrn­ar­lausra og heyrn­ar­skertra barna.

Haf­dís hef­ur m.a. starfað sem fram­kvæmda­stjóri Fé­lags heyrn­ar­lausra, fram­kvæmda­stjóri Þjón­ustumiðstöðvar Miðborg­ar og Hlíða og sem fram­kvæmda­stjóri Öryrkja­banda­lags Íslands. Hún hef­ur starfað sem verk­efna­stjóri hjá umboðsmanni barna frá 1. ág­úst 2008.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert