Hafdís Gísladóttir, verkefnastjóri hjá umboðsmanni barna, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Hafdís er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands, er menntaður leikskólakennari og nam sérkennslu á sviði heyrnarlausra og heyrnarskertra barna.
Hafdís hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða og sem framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá umboðsmanni barna frá 1. ágúst 2008.