Mats Josefsson hótaði að hætta störfum fyrir ríkið

Mats Josefsson.
Mats Josefsson. mbkl

Sænski banka­sér­fræðing­ur­inn Mats Jos­efs­son, formaður nefnd­ar um end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins, hótaði í síðustu viku að hætta störf­um, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Nefnd­in gegn­ir því hlut­verki meðal ann­ars að samþætta aðgerðir við end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins. Hann lýsti óánægju sinni með hversu hægt gengi að koma hlut­um í verk.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur óánægja hans meðal ann­ars beinst að því að skýr stefna í mál­efn­um nýju bank­anna og hvernig taka skuli á vanda­mál­um viðskipta­vina þeirra hef­ur ekki verið fyr­ir hendi að hans mati. Þar á meðal er hvernig haldið hef­ur verið á spöðunum í nýju bönk­un­um en hann lagði til þá leið í fe­brú­ar að stofnað yrði sér­stakt eignaum­sýslu­fé­lag sem hefði það hlut­verk að styðja end­ur­reisn fyr­ir­tækja og end­ur­skipu­leggja þau og bjarga verðmæt­um. Það fé­lag yrði sjálf­stætt en starfaði með bönk­un­um.

For­svars­menn nýju bank­anna hafa hins veg­ar farið þá leið að stofn­setja sér­stök fé­lög og vinna sjálf­ir úr mál­efn­um viðskipta­vina sinna. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur Jos­efs­son meðal ann­ars lýst yfir óánægju sinni með að stefna um þessi mál sé ekki skýr, sér­stak­lega í ljósi þess að ekki hef­ur enn verið skilið á milli gömlu og nýju bank­anna form­lega.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið vildi Mats Jos­efs­son ekki tjá sig um þessi mál eða önn­ur þar sem hann ræddi ekki störf sín við fjöl­miðla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert