Mats Josefsson hótaði að hætta störfum fyrir ríkið

Mats Josefsson.
Mats Josefsson. mbkl

Sænski bankasérfræðingurinn Mats Josefsson, formaður nefndar um endurreisn fjármálakerfisins, hótaði í síðustu viku að hætta störfum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Nefndin gegnir því hlutverki meðal annars að samþætta aðgerðir við endurreisn fjármálakerfisins. Hann lýsti óánægju sinni með hversu hægt gengi að koma hlutum í verk.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur óánægja hans meðal annars beinst að því að skýr stefna í málefnum nýju bankanna og hvernig taka skuli á vandamálum viðskiptavina þeirra hefur ekki verið fyrir hendi að hans mati. Þar á meðal er hvernig haldið hefur verið á spöðunum í nýju bönkunum en hann lagði til þá leið í febrúar að stofnað yrði sérstakt eignaumsýslufélag sem hefði það hlutverk að styðja endurreisn fyrirtækja og endurskipuleggja þau og bjarga verðmætum. Það félag yrði sjálfstætt en starfaði með bönkunum.

Forsvarsmenn nýju bankanna hafa hins vegar farið þá leið að stofnsetja sérstök félög og vinna sjálfir úr málefnum viðskiptavina sinna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Josefsson meðal annars lýst yfir óánægju sinni með að stefna um þessi mál sé ekki skýr, sérstaklega í ljósi þess að ekki hefur enn verið skilið á milli gömlu og nýju bankanna formlega.

Í samtali við Morgunblaðið vildi Mats Josefsson ekki tjá sig um þessi mál eða önnur þar sem hann ræddi ekki störf sín við fjölmiðla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert