Rætt um vinnulag og samráð

Forsvarsmenn ríkisstjórnar, ASÍ og SA á fundi í Stjórnarráðinu undir …
Forsvarsmenn ríkisstjórnar, ASÍ og SA á fundi í Stjórnarráðinu undir kvöld. mbl.is/Kristinn

„Það er búið að taka all­an vet­ur­inn í að und­ir­búa þetta. Nú er kom­inn tími ákv­arðana,“ sagði Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, að lokn­um fundi aðila vinnu­markaðar­ins og for­ystu­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Stjórn­ar­ráðinu kvöld.

Fund­ur­inn um fyr­ir­hugaðan stöðug­leika­sátt­mála hófst kl. 18.00. Hann sátu Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Full­trú­ar vinnu­markaðar og at­vinnu­lífs voru auk for­seta ASÍ þeir Árni Stefán Jóns­son, formaður SFR og staðgeng­ill for­manns BSRB, og Þór Sig­fús­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Gylfi sagði að á fund­in­um hafi aðallega verið rætt um vinnu­lag og hvernig sam­ráði verður háttað milli aðila vinnu­markaðar­ins og rík­is­stjórn­ar­inn­ar á fundi í Stjórn­ar­ráðinu í kvöld.  að í þeim efn­um hafi einkum verið horft til rík­is­fjár­mála, efna­hags- og at­vinnu­mála.

„Það var ekki verið að fjalla um neitt efn­is­lega, annað en hvernig við mun­um manna þessi verk­efni,“ sagði Gylfi. Vinna við að koma á fót sam­starfs­vett­vangi aðila vinnu­markaðar­ins og rík­is­valds­ins hófst á þriðju­dag í síðustu viku. Þá kom Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra til fund­ar í Karp­hús­inu. Þar var m.a. rætt um form og inni­hald stöðug­leika­sátt­mála.

„Við á vinnu­markaðnum kölluðum eft­ir því að geta haft sam­ráð við rík­is­stjórn­ina um stefnu­mörk­un, en ekki bara emb­ætt­is­menn henn­ar,“ sagði Gylfi. Hann sagði horft til þess sam­starfs sem gilti á sín­um tíma við gerð þjóðarsátt­ar­inn­ar.

„Það er mik­ill vilji til að finna leiðir til þess. Það er stefnt að því að reyna að nota þessa viku í launaliðinn og þoka áfram upp­lýs­inga­gjöf um aðra þætti. Ef við náum landi á föstu­dag varðandi launaliðinn þá er mik­il­vægt að setja kraft í alla vinnu eft­ir hvíta­sunnu­helg­ina.

Við á vinnu­markaðnum höf­um gefið okk­ur tíma til 9. júní til að vinna að þessu,“ sagði Gylfi

Hann sagði að auk ráðherra þyrfti að ræða við Alþingi, þing­flokka, þing­nefnd­ir og for­menn þeirra. Mik­il­vægt væri að umræðan yrði fjölþætt svo það skap­ist sam­fella í því sem gert verður.

„Að það sé ekki þannig að þegar menn hafa náð sam­an á ein­um stað að það eigi þá eft­ir að fara í gegn­um umræðu ann­ars staðar. Út úr þessu get­ur þá orðið sam­still­ing á sjón­ar­miðum,“ sagði Gylfi.

„Öll þessi vinna miðast við að vera kom­in með eitt­hvað bita­stætt, sem við get­um þá notað sem efni til að kynna upp í kjara­samn­ing, 9. júní. Það verður að vinna þetta mjög hratt. Ég held að það sé ákaf­lega mik­il­vægt. Það er búið að taka all­an vet­ur­inn í að und­ir­búa þetta. Nú er kom­inn tími ákv­arðana.“

Gylfi kvaðst ætla að leyfa sér að vera bjart­sýnn á ár­ang­ur þess­ara viðræðna. „Ég held að all­ir sem að þessu koma líti þannig á að það sé verk­efni okk­ar nú að stilla sam­an streng­ina og finna leiðir. Mér finnst all­ir vera til­bún­ir til þess.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert