Lítið um völd og ekkert af peningum

Nokkrir forsvarsmenn Borgarahreyfingarinnar.
Nokkrir forsvarsmenn Borgarahreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Stjórn Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna frétt­ar Rík­is­út­varps­ins af átaka­fundi sam­tak­anna í gær. Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, að  það sé ein­fald­lega rangt að tek­ist hafi verið á um völd og pen­inga enda lítið um völd og ekk­ert af pen­ing­um inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar.

Yf­ir­lýs­ing­in, sem Her­bert Svein­björns­son skrif­ar und­ir, er eft­ir­far­andi:

Í til­efni af frétt Rík­is­út­varps­ins af „átaka­fundi" Borg­ara­hreyf­ing­arn­ar vill stjórn hreyf­ing­ar­inn­ar koma því á fram­færi að um 600 manns eru skráðir í hreyf­ing­una og þar sit­ur fólk ekki á skoðunum sín­um. Á al­menn­um fé­laga­fundi í gær­kvöldi var m.a. sett út á tíma­bundna ráðningu í stöðu fram­kvæmda­stjóra þing­hóps hreyf­ing­ar­inn­ar og sitt sýnd­ist hverj­um. Gagn­rýni eins og kom fram í gær er til þess fall­in að auka gagn­sæi og bæta ákv­arðana­töku­ferl­in inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar. Að tek­ist hafi verið á um völd og pen­inga er ein­fald­lega rangt enda lítið um völd og ekk­ert af pen­ing­um inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert