Lítið um völd og ekkert af peningum

Nokkrir forsvarsmenn Borgarahreyfingarinnar.
Nokkrir forsvarsmenn Borgarahreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Stjórn Borgarahreyfingarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Ríkisútvarpsins af átakafundi samtakanna í gær. Segir í yfirlýsingunni, að  það sé einfaldlega rangt að tekist hafi verið á um völd og peninga enda lítið um völd og ekkert af peningum innan hreyfingarinnar.

Yfirlýsingin, sem Herbert Sveinbjörnsson skrifar undir, er eftirfarandi:

Í tilefni af frétt Ríkisútvarpsins af „átakafundi" Borgarahreyfingarnar vill stjórn hreyfingarinnar koma því á framfæri að um 600 manns eru skráðir í hreyfinguna og þar situr fólk ekki á skoðunum sínum. Á almennum félagafundi í gærkvöldi var m.a. sett út á tímabundna ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra þinghóps hreyfingarinnar og sitt sýndist hverjum. Gagnrýni eins og kom fram í gær er til þess fallin að auka gagnsæi og bæta ákvarðanatökuferlin innan hreyfingarinnar. Að tekist hafi verið á um völd og peninga er einfaldlega rangt enda lítið um völd og ekkert af peningum innan hreyfingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka