Telja tveggja háskóla kerfi farsælast

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar

Nefnd alþjóðlegra sér­fræðinga, sem hef­ur frá upp­hafi árs haft það að hlut­verki að fjalla um framtíð mennt­un­ar, rann­sókna og ný­sköp­un­ar á Íslandi, skilaði niður­stöðum sín­um í dag.

Að mati nefnd­ar­inn­ar, sem Chri­stof­fer Tax­ell fyrr­um ráðherra vís­inda- og tækni­mála og nú­ver­andi kansl­ari Åbo Aka­demi há­skól­ans í Finn­landi stýrði, eiga ís­lensk stjórn­völd að viðhalda fjár­fest­ing­um í mennt­un á öll­um skóla­stig­um, end­ur­skoða mennta- og rann­sókna­kerfið, leggja áherslu á ný­sköp­un, bæta og styrkja stjórn­sýslu rann­sókna og ný­sköp­un­ar og ná sam­stöðu um skamm­tíma­breyt­ing­ar og hrinda þeim hratt í fram­kvæmd. 

Meðal þess sem nefnd­in legg­ur til er að ís­lenska há­skóla­kerfið verði end­ur­skipu­lagt eins fljótt og auðið er með nýrri sýn á hvernig megi há­marka hugs­an­leg sam­legðaráhrif og hagræðingu. Telja sér­fræðing­arn­ir tveggja há­skóla kerfi lík­leg­ast til að tryggja lang­tíma ár­ang­ur. „Einn há­skóli byggður á Há­skól­an­um í Reykja­vík, með Lista­há­skóla Íslands og Há­skól­an­um á Bif­röst, og ann­ar há­skóli byggður á Há­skóla Íslands með öll­um rík­is­háskól­un­um. Til skamms tíma þýðir það að hér verði einn einka­há­skóli og einn rík­is­háskóli, en þegar til lengri tíma er litið leggj­um við til að þessi mun­ur verði afmáður,“ seg­ir m.a. í skýrsl­unni. Tekið er sér­stak­lega fram að há­skól­an­ir tveir ættu að halda í lands­byggðaúti­bú­in sem nauðsyn­leg­an hluta starf­sem­inn­ar. 

Nefnd­in mæl­ir með því að stefnt verði að gagn­særra fjár­mögn­un­ar­kerfi fyr­ir há­skól­ana. „Þegar mis­mun­andi fjár­streymi er skoðað þarf sér­stak­lega að huga að því að fjár­mögn­un rann­sókna og inn­heimta skóla­gjalda verði sam­bæri­leg í öllu kerf­inu. Hvað varðar skóla­gjöld sér­stak­lega þá er nauðsyn­legt að skoða þau al­mennt og hugs­an­lega taka þau upp á stærri skala en er gert í dag.“

Sér­fræðinefnd­in bend­ir á að hag­kerfi Íslands sé of lítið til að landið geti keppt alþjóðlega á öll­um sviðum vís­inda, tækni og ný­sköp­un­ar. Því legg­ur nefnd­in til að áhersla verði lögð á til­tek­in svið þar sem mögu­leik­ar á vexti eru góðir. „Okk­ur virðast þrjú fræðisvið sér­stak­lega lof­andi: Jarðhitavís­indi, líf­vís­indi og skap­andi grein­ar/​upp­lýs­inga­tækni,“ seg­ir m.a. í skýrsl­unni. Tekið er fram að heil­brigðis­vís­indi sé lof­andi svið sem ekki sé full­nýtt hér­lend­is. Jafn­framt ráðlegg­ur nefnd­in rík­is­stjórn Íslands að beita sér sér­stak­lega á skýr­an og gagn­sæj­an hátt fyr­ir því að varðveita þekk­ing­ar­grunn­inn sem Íslensk erfðagrein­ing hafi byggt upp.   

Skýrsla nefnd­ar­inn­ar var kynnt á fundi með Katrínu Jak­obs­dótt­ur mennta­málaráðherra, og Katrínu Júlí­us­dótt­ur, iðnaðarráðherra sem og rek­tor­um lands­ins. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta­málaráðuneyt­inu er von á niður­stöðum frá inn­lendi verk­efna­stjórn sem hafði sama verk­efni og sú er­lenda síðar í dag eða á morg­un. 

Háskólinn í Reykjavík.
Há­skól­inn í Reykja­vík. mbl.is
Háskólinn á Bifröst.
Há­skól­inn á Bif­röst. mbl.is/Þ​orkell
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert