Nýir fulltrúar VR valdir

Margir mættu á ársfund Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Margir mættu á ársfund Lífeyrissjóðs verzlunarmanna mbl.is/Golli

Stjórn VR ákvað á fundi í dag að skipta út full­trú­um sín­um í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. Hún ákvað jafn­framt að Ragn­ar Önund­ar­son, viðskipta­fræðing­ur, verði nýr formaður stjórn­ar­inn­ar. 

Auk Ragn­ars setj­ast í stjórn Ásta Rut Jón­as­dótt­ir, Stef­an­ía Magnús­dótt­ir fyrr­ver­andi vara­formaður VR og Bene­dikt Vil­hjálms­son, sem sat í stjórn sjóðsins, sam­kvæmt til­lögu stjórn­ar VR.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is ligg­ur fyr­ir lög­fræðilegt álit, sem unnið var fyr­ir stjórn VR, sem seg­ir að rangt sé að ekki sé hægt að skipta um stjórn­ar­menn nema á þriggja ára fresti. 

Venju­lega er stjórn líf­eyr­is­sjóðsins til­nefnd til þriggja ára í senn og hefði kjör­tíma­bili nú­ver­andi stjórn­ar átt að ljúka á næsta ári. Gunn­ar Páll Páls­son, fyrr­ver­andi formaður VR, hef­ur verið stjórn­ar­formaður Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. 

Stjórn VR valdi Ragnar Önundarson sem formann stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Stjórn VR valdi Ragn­ar Önund­ar­son sem formann stjórn­ar Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert