Akureyri: Nauðsynlegt að ná sátt um stjórn fiskveiða

Hermann Jón Tómasson oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs Akureyrar og …
Hermann Jón Tómasson oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs Akureyrar og Sigrún Björk Jakobsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri. mbl.is/Skapti

Bæj­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar tel­ur nauðsyn­legt að skapa vinnufrið í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og ná sátt um stjórn fisk­veiða. Ráðið legg­ur áherslu á að við fyr­ir­hugaða end­ur­skoðun laga um stjórn fisk­veiða verði haft sam­ráð við hags­munaaðila í sjáv­ar­út­vegi og jafn­framt verði áhersla lögð á að eyða eins fljótt og kost­ur er þeirri óvissu sem skap­ast hef­ur vegna þess­ar­ar fyr­ir­huguðu end­ur­skoðunar. Álykt­un þessa efn­is var samþykkt á síðasta fundi ráðsins.

Her­mann Jón Tóm­as­son, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í bæj­ar­stjórn, lagði fram til­lögu að bók­un svohljóðandi:

Í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs seg­ir m.a.:

„Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur mun gegna lyk­il­hlut­verki við þá end­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins sem framund­an er.  Það er því afar mik­il­vægt að skapa grein­inni bestu rekstr­ar­skil­yrði sem völ er á og treysta þannig rekstr­ar­grund­völl­inn til langs tíma, en jafn­framt verði leitað sátta um stjórn fisk­veiða.“

Bæj­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar tek­ur heils­hug­ar und­ir þetta.  Það er löngu tíma­bært að skapa vinnufrið í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og ná sátt um stjórn fisk­veiða.  
Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á að við fyr­ir­hugaða end­ur­skoðun laga um stjórn fisk­veiða verði haft sam­ráð við hags­munaaðila í sjáv­ar­út­vegi með það að mark­miði að tryggja að fisk­veiðar og vinnsla Íslend­inga skapi þjóðinni sem mest verðmæti.  Jafn­framt verði áhersla lögð á að eyða eins fljótt og kost­ur er þeirri óvissu sem skap­ast hef­ur vegna þess­ar­ar fyr­ir­huguðu end­ur­skoðunar.

Meiri­hluti bæj­ar­ráðs samþykkti bók­un­ina.
Jó­hann­es Gunn­ar Bjarna­son, Fram­sókn­ar­flokki, sat hjá við af­greiðslu.
Odd­ur Helgi Hall­dórs­son, áheyrn­ar­full­trúi af L-lista, tók ekki af­stöðu til bók­un­ar­inn­ar.

Á fundi bæj­ar­stjórn­ar í síðustu viku var aft­ur rætt um sjáv­ar­út­vegs­mál,  að ósk Jó­hann­es­ar Gunn­ars Bjarna­son­ar. Til­efnið var fyr­ir­huguð fyrn­inga­leið rík­is­stjórn­ar­inn­ar á kvóta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.


Jó­hann­es lagði fram eft­ir­far­andi til­lögu að bók­un:


„Bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar skor­ar á rík­is­stjórn Íslands að end­ur­skoða þau áform sín að fara svo­kallaða fyrn­inga­leið í út­hlut­un fiskikvóta gagn­vart út­gerðarfyr­ir­tækj­um á Íslandi.  Flest­um ber sam­an um að nú­ver­andi kvóta­kerfi er gallað og mun eðli­legra að sníða þá van­kanta af en fara þessa leið.  Rekstr­ar­grund­völl­ur og áætlan­ir eru í upp­námi vegna fyr­ir­hugaðra breyt­inga og við slíkt get­ur und­ir­stöðuat­vinnu­veg­ur þjóðar­inn­ar ekki búið til lengri tíma."

Fram kom til­laga um að vísa til­lög­unni til bæj­ar­ráðs og var hún samþykkt með 7 sam­hljóða at­kvæðum.
Dýr­leif Skjól­dal og Krist­ín Sig­fús­dótt­ir, VG, Víðir Bene­dikts­son, L-lista, og Jó­hann­es Gunn­ars­son Bjarna­son sátu hjá við af­greiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert