Sjálfstæðisflokkurinn fagnar í dag 80 ára afmæli sínu en flokkurinn var formlega stofnaður þann 25. maí árið 1929 þegar Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sameinuðust undir merkjum Sjálfstæðisflokksins.
Jón Þorláksson var fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann gegndi því embætti til 1934 þegar Ólafur Thors tók við. Því næst var formaður dr. Bjarni Benediktsson 1961-1970, þá Jóhann Hafstein til 1973, næstur Geir Hallgrímsson til 1983, Þorsteinn Pálsson til 1991, Davíð Oddsson til 2005, Geir H. Haarde til 2009 og Bjarni Benediktsson frá 2009.
Í tilefni 80 ára afmælisins í dag verður opið hús í Valhöll frá klukkan 15 til 18 í dag og eru allir sjálfstæðismenn hvattir til að mæta, að því er segir á vef flokksins.