Deloitte rannsakar viðskiptin

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi. Gúndi

Endurskoðunarfyrirtæki Deloitte mun rannsaka viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtækið Frjálsa miðlun en ekki endurskoðandi bæjarins eins áður stóð til. Frjáls miðlun er í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi. Á síðustu níu árum hefur fyrirtækið fengið rúmlega 50 milljónir frá bænum.

Þetta var ákveðið fundi bæjarstjórnar Kópavogs í dag.

Fyrirtækið Frjáls miðlun hefur séð um útgáfustarfsemi ýmis konar, þar á meðal prentun ársreikninga, ársskýrslur, kynningarefni, bæklinga og viðurkenningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert