Festa gengið í 160 - 170

Frá fundarhöldum í Karphúsinu vegna viðræðna um efnahagsmál.
Frá fundarhöldum í Karphúsinu vegna viðræðna um efnahagsmál. Eggert Jóhannesson

Á fund­um aðila vinnu­markaðar­ins og stjórn­valda, og und­ir­nefnda þeirra, um svo­nefnd­an stöðug­leika­sátt­mála hef­ur verið um það rætt að festa gengi krón­unn­ar miðað við geng­is­vísi­töl­una 160 til 170, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Er meðal ann­ars horft til þess að fast­geng­is­stefn­an gæti auðveldað heim­il­um og fyr­ir­tækj­um að tak­ast á við vanda­mál sem fylgt hafa geng­is­falli krón­unn­ar síðastliðið ár. Geng­is­vísi­tal­an er nú 230. Miðað við hana kost­ar evr­an 177 en miðað við vísi­töl­una 160 til 170 myndi evr­an kosta um 125 krón­ur. Þetta myndi létta á skulda­byrði þeirra sem skulda í er­lendri mynt og auðvelda nýju bönk­un­um að bregðast við geng­isáhættu sem er á milli eigna þeirra og skulda. 

Und­ir­nefnd­ir aðila vinnu­markaðar­ins, þ.e. at­vinnu­lífs­ins og verka­lýðsfor­yst­unn­ar, og stjórn­valda hafa að und­an­förnu kallað til sín sér­fræðinga og fyr­ir­tækja­stjórn­end­ur til þess að ræða það sem framund­an er í ís­lensku efna­hags­lífi. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafa for­ystu­menn í iðngrein­um, þar á meðal Sam­tök­um iðnaðar­ins, dregið upp dökka mynd af verk­efna­stöðu á næstu miss­er­um og þá sér­stak­lega frá haust­mánuðum. Þetta hef­ur valdið mönn­um áhyggj­um og er rík­ur vilji til þess að bregðast við með aðgerðum, ef svig­rúm verður til þess.

Þá hef­ur komið fram hjá full­trú­um Seðlabanka Íslands að nauðsyn­legt sé að hraða vinnu við aðgerðaáætl­un í rík­is­fjár­mál­um, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Það sé for­senda þess að mögu­legt verði að lækka vexti frek­ar til að koma hjól­um at­vinnu­lífs­ins af stað. Stýri­vext­ir eru nú 13 pró­sent.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert