Hrefnuveiðimenn á Jóhönnu ÁR 206 leystu landfestar um hádegisbilið en Jóhanna er fyrsti hvalveiðibáturinn sem fer til hrefnuveiða í sumar. Tveir aðrir bátar munu einnig veiða hrefnu í sumar en heimilt er að veiða eitt hundrað hrefnur á veiðitímabilinu.
Í gildi er reglugerð um tvö hvalaskoðunarsvæði og eru þau annars vegar í Faxaflóa og hins vegar á milli Tröllaskaga og Mánáreyja norður af Tjörnesi. Á þeim verður með öllu óheimilt að stunda hvalveiðar.
Á bilinu 15 til 20 manns frá fimm umhverfissamtökum mótmæltu hvalveiðum
Íslendinga fyrir framan íslenska sendiráðið í London í dag. Sverrir
Haukur Gunnlaugsson sendiherra bauð fulltrúum samtakanna inn á sinn
fund þar sem hópurinn afhenti sendiherranum bréf þar sem andstöðu er
lýst við veiðarnar. Sögðust þeir vonast til þess að íslensk stjórnvöld
muni endurskoða ákvörðunina.