Haldið á hrefnuveiðar

Landfestar Jóhönnu ÁR leystar í Njarðvíkurhöfn undir hádegið.
Landfestar Jóhönnu ÁR leystar í Njarðvíkurhöfn undir hádegið. mbl.is/Hilmar Bragi

Hrefnu­veiðimenn á Jó­hönnu ÁR 206 leystu land­fest­ar um há­deg­is­bilið en Jó­hanna er fyrsti hval­veiðibát­ur­inn sem fer til hrefnu­veiða í sum­ar. Tveir aðrir bát­ar munu einnig veiða hrefnu í sum­ar en heim­ilt er að veiða eitt hundrað hrefn­ur á veiðitíma­bil­inu.

Í gildi er reglu­gerð um tvö hvala­skoðun­ar­svæði og eru þau ann­ars veg­ar í Faxa­flóa og hins veg­ar á milli Trölla­skaga og Mánáreyja norður af Tjör­nesi. Á þeim verður með öllu óheim­ilt að stunda hval­veiðar.

Á bil­inu 15 til 20 manns frá fimm um­hverf­is­sam­tök­um mót­mæltu hval­veiðum Íslend­inga fyr­ir fram­an ís­lenska sendi­ráðið í London í dag. Sverr­ir Hauk­ur Gunn­laugs­son sendi­herra bauð full­trú­um sam­tak­anna inn á sinn fund þar sem hóp­ur­inn af­henti sendi­herr­an­um bréf þar sem and­stöðu er lýst við veiðarn­ar. Sögðust þeir von­ast til þess að ís­lensk stjórn­völd muni end­ur­skoða ákvörðun­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert