Íslendingur meðhöfundur að grein í Science

mbl.is/Jim Smart

Unn­ur Skúla­dótt­ir, fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un­inni, er í hópi 11 höf­unda að grein sem birt­ist í hinu virta tíma­riti Science 8. maí s.l. en þar velta vís­inda­menn­irn­ir fyr­ir sér mögu­leik­um þess að nota rækju sem mæli­kv­arða á um­hverf­is­breyt­ing­ar. Fyrsti höf­und­ur grein­ar­inn­ar er Kan­adamaður­inn Peter Koell­er, að því er seg­ir á vef Hafró.

„Afli kald­sjár­var­rækju­teg­und­ar­inn­ar (Pandalus bor­eal­is, stóra kampalampa) sem veidd er á Íslands­miðum og víðar í Norður Atlants­hafi er um 70% af um 500 þúsund tonna heild­ar­arafla af öll­um rækju­teg­und­um sem veidd­ar eru í heim­in­um. Hvað fæðuvist­fræðilega stöðu varðar má segja að kald­sjáv­ar­rækj­an sé í miðjum fæðupírumíd­an­um þar sem hún étur meðal ann­ars plöntu- og dýra­svif en er sjálf mik­il­væg fæða fyr­ir ýmsa nytja­fiska eins og t.d. þorsks. Vegna þess­ar­ar stöðu má ef til vill nota áhrif hugs­an­legra hita­breyt­inga á rækj­una sem vís­bend­ingu um það sem ger­ast kann hjá öðrum teg­und­um sam­fara breyt­ing­um á sjáv­ar­hita. Þegar þorsk­stofn­arn­ir við Kan­ada hrundu í byrj­un tí­unda ára­tug­ar­ins uxu rækju­stofn­arn­ir mjög í kjöl­farið. Aukn­ing­in var að hluta til tal­in stafa af mun minna áti þorsks. Vís­inda­menn hafa einnig tekið eft­ir því að al­mennt er meira um rækju þegar sjór­inn er kald­ur sem kann að stafa af því að þá fækki af­ræn­ingj­um,“ seg­ir á vef Hafró.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert