Krónan veldur vonbrigðum

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir vonbrigði að gengi krónunnar hjá Seðlabankanum sé ekki farið að hjarna við að neinu marki eftir hrunið í fyrrahaust. Það verði þó að hafa í huga að það sé tvennskonar gengi uppi, bæði erlent og innlent og gengið hafi styrkst erlendis sem bendi til þess að trú útlendinga á krónunni sé að glæðast og dragi úr líkum á því að reynt sé að fara í kringum gjaldeyrishöftin.

Tólf mánaða verðbólga var 11,9% í apríl og hefur ekki lækkað jafn hratt og spáð var en gengisþróun er talin leika þar stórt hlutverk.

Gylfi  vill ekki svara því hvort þetta dragi úr vonum um að vextir verði lækkaðir í byrjun júní, þar sem slíkt sé alfarið á könnu peningastefnunefndar.

Hann segir að Seðlabankinn sé að hrinda í framkvæmd hugmyndum sem eigi að auðvelda mönnum að fara skipulega með fé sem þeiri eigi í íslenskum  íbúðabréfum og ríkissluldabréfum úr landi. Til að mynda með því að skipta á gjaldeyri og skuldabréfum við fyrirtæki sem séu með tekjur í erlendri mynt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert