Leggja til hækkun leikskólagjalda

Morgunblaðið/ÞÖK

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur leggur til að öll leikskólagjöld hækki fyrir vistun barna sem dvelja lengur en átta tíma á dag í skólanum.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að mest verði hækkunin hjá  foreldrum sem eru í sambúð eða í hjónabandi. Nái tillagan fram að ganga þurfi sá hópur fólks að borga tæpar fjörutíu þúsund krónur á mánuði fyrir níu og hálfs tíma gæslu eða um 15 þúsund krónum krónum meira en áður.

Leikskólagjöld sem einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar greiða hækka hlutfallslega minnst.  Gert er ráð fyrir að framlag borgarinnar til sjálfstætt starfandi leikskóla og dagmæðra lækki og eða falli jafnvel alveg niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert