Leggja til hækkun leikskólagjalda

Morgunblaðið/ÞÖK

Meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur legg­ur til að öll leik­skóla­gjöld hækki fyr­ir vist­un barna sem dvelja leng­ur en átta tíma á dag í skól­an­um.

Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að mest verði hækk­un­in hjá  for­eldr­um sem eru í sam­búð eða í hjóna­bandi. Nái til­lag­an fram að ganga þurfi sá hóp­ur fólks að borga tæp­ar fjöru­tíu þúsund krón­ur á mánuði fyr­ir níu og hálfs tíma gæslu eða um 15 þúsund krón­um krón­um meira en áður.

Leik­skóla­gjöld sem ein­stæðir for­eldr­ar, náms­menn og ör­yrkj­ar greiða hækka hlut­falls­lega minnst.  Gert er ráð fyr­ir að fram­lag borg­ar­inn­ar til sjálf­stætt starf­andi leik­skóla og dag­mæðra lækki og eða falli jafn­vel al­veg niður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka