Með skammbyssu í Skeifunni

Tölu­verður viðbúnaður var hjá lög­reglu á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt eft­ir að til­kynn­ing barst um mann með skamm­byssu í Skeif­unni í Reykja­vík skömmu fyr­ir klukk­an fjög­ur. Sér­sveit lög­regl­unn­ar var kölluð út og hand­tók hún mann­inn. Hann veitti ekki mót­spyrnu og reynd­ist byss­an óhlaðin.

Maður­inn hafði ekki haft í hót­un­um við fólk en lög­regla tók þó á mál­inu af fullri al­vöru. Svo virðist sem um ein­hvers kon­ar vit­leys­is­gang hafi verið að ræða en maður­inn sagðist hafa verið a leið á grímu­ball. 

Einnig var brot­ist inn í Aktu taktu í Garðabæ í nótt. Þjóf­ur­inn komst und­an með lít­il verðmæti. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert