Mótmæla hvalveiðum í London

Uppblásinn hvalur verður með í för í mótmælunum.
Uppblásinn hvalur verður með í för í mótmælunum.

Umhverfisverndarsamtök efna til mótmæla gegn hvalveiðum framan við sendiráð Íslands í London í dag. Fram kemur í tilkynningu að fólk sé að safnast saman með uppblásna hrefnu í fullri stærð utan við sendiráðið og þar verði afhent mótmæli gegn hvalveiðum Íslendinga.

Í tilkynningu náttúruverndarsamtakanna er vísað til þess, að til standi að hefja hrefnuveiðar sumarsins í dag. Þá kemur einnig fram, að mikill meirihluti Breta, eða 82%, sé andvígur hvalveiðum Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Þá séu nærri 2/3 hlutar þátttakenda í könnuninni reiðubúnir til að sniðganga íslenskar vörur, svo sem fisk og rækjur, til að mótmæla hvalveiðunum.  

„Þessi grimmilega slátrun hvala mun ekki hjálpa Íslandi út úr fjármálakreppunni og gerir raunar illt verra," segir  Andy Ottaway, talsmaður herferðarinnar gegn hvalveiðum í tilkynningu. „Ísland þarf á vinum að halda og mun aðeins afla óvina með grimmúðlegri hvalaslátrun. Við hvetjum íslensk stjórnvöld til að stöðva þetta strax." 

Að mótmælunum standa samtökin Environmental Investigation Agency (EIA), International Fund for Animal Welfare (IFAW), Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) og World Society for the Protection of Animals (WSPA).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka