Niðurlægjandi fyrir þingið

Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi.
Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi.

Mik­il umræða spannst um störf þings­ins á Alþingi í dag. Var þar helst deilt um það hvort stjórn­ar­and­stöðuþing­mönn­um í viðskipta­nefnd væri neitað um fundi í nefnd­inni. Hóf Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, umræðuna og lýsti því hvernig þing­menn þyrftu dag eft­ir dag að lesa um mik­il­væg atriði í fjöl­miðlum, en væru ekki upp­lýst­ir um þau inn­an þings­ins.

Sagði hann fyr­ir lif­andi löngu kom­inn tími á að fundað yrði í viðskipta­nefnd, svo sem um um­mæli Mats Jos­efs­sons um að end­ur­reisn banka­kerf­is­ins muni kosta 85% af vergri lands­fram­leiðslu. Haft er eft­ir Jos­efs­son að Íslend­ing­ar geri sér ekki grein fyr­ir því hversu mik­ill kostnaður­inn verði.

Birk­ir Jón Jóns­son og fleiri þing­menn tóku und­ir með Guðlaugi og sagði Birk­ir Jón það niður­lægj­andi fyr­ir þing­menn og þingið að koma sí­end­ur­tekið að orðnum hlut í umræðunni um efna­hags­mál. Tryggvi Þór Her­berts­son sagði að sér hefði brugðið í brún við um­mæli Jos­efs­sons, sem þýddu að kostnaður­inn við end­ur­reisn banka væri ekki 385 millj­arðar króna, held­ur 1.250 millj­arðar.

Álf­heiður Inga­dótt­ir svaraði því til að upp­lýs­ing­ar Jos­efs­sons væru ekki nýj­ar held­ur ætti hann lík­ast til við brúttó skulda­aukn­ingu rík­is­sjóðs vegna banka­hruns­ins, en þegar væri komið fram að útlagður kostnaður vegna end­ur­reisn­ar­inn­ar væri um það bil 50-60% af lands­fram­leiðslunni. Heild­ar­kostnaður­inn myndi lækka þegar eign­ir banka yrðu seld­ar.

Útskýrði hún fund­ar­fallið í viðskipta­nefnd í síðustu viku með því að eng­in mál hefðu legið fyr­ir nefnd­inni og ekki hefði tek­ist að boða þá viðmæl­end­ur til fund­ar síðasta miðviku­dags­nefnd­ar, sem stefnt var á að ræða við. Hún sór og sárt við lagði að fund­ur yrði hald­inn í nefnd­inni í vik­unni.

Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður efna­hags- og skatta­nefnd­ar þings­ins kom í pontu í lok umræðunn­ar og lýsti furðu sinni á umræðunni. Sagði hann að efna­hags- og skatta­nefnd hefði boðað Jos­efs­son á fund sinn fyr­ir helgi og rætt við hann í fimm klukku­stund­ir. Þeir full­trú­ar í nefnd­inni sem vildu mæta á fund­inn, og mættu á fund­inn, hafi þar getað spurt hann spjör­un­um úr.

Þing­menn lýstu þá furðu sinni utan úr sal á því að full­trú­um úr viðskipta­nefnd hefði ekki verið boðið á fund­inn eða upp­lýst­ir um það sem þar fór fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert