Óvenjukalt í háloftunum

Bíll fór út af veginum yfir Hellisheiði í dag þegar …
Bíll fór út af veginum yfir Hellisheiði í dag þegar skyndilega fór að snjóa. mbl.is/RAX

Teit­ur Ara­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, að það hafi verið óvenju kalt í háloft­un­um og það hafi ollið því að loftið yfir land­inu var óstöðugt. Snjó­komu og þrumu­veður á Suður­landi má rekja til þess. Bíl­ar hafa lent útaf á Hell­is­heiði og í Þrengsl­um. Snjóþekja er á veg­um.

Teit­ur Ara­son, seg­ir að það hafi verið óvenju kalt í háloft­un­um sem olli því að loftið yfir land­inu var óstöðugt. „Hit­un­in niður við jörð var síðan nóg til þess að það varð upp­streymi. Vegna óstöðug­leik­ans þurfti minni hit­un en ella til þess að skapa upp­streymi, og úr því mynduðust há­reist skúra­ský. Úr þeim komu svo þrum­ur og eld­ing­ar,“ seg­ir Teit­ur.

Eld­ingu sló niður í raf­magns­línu sem olli því að raf­magns­laust varð í Hvera­gerði. Þá hef­ur lög­regla þurft að aðstoða öku­menn vegna leiðinda­færðar en erfitt hef­ur reynst að keyra á hálum veg­in­um á sum­ar­dekkj­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert