Einn bíll hefur lent útaf á Hellisheiði, og tveir í Þrengslunum, vegna hálku og snjókomu. Mikil haglél gerði snögglega, ásamt þrumum og eldingum, og varð á örskömmum tíma snjóþekja á vegum þar sem áður hafði verið auð jörð. Lögreglan biður ökumenn að fara varlega.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni stafar þetta einkennilega veðurfar af því að háreist skúraský, bólstrakennd, eru á þessum slóðum og þeim getur fylgt haglél, snjókoma og þrumuveður. Reikna má með þessu veðri eitthvað fram á kvöld.
Rafmagn fór af Hveragerði og Þorlákshöfn í um það bil 10 mínútur nú síðdegis og er talið að það megi rekja til þrumuveðursins.