Þjónustutilskipun ESB samþykkt með fyrirvörum

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Rík­is­stjórn Íslands samþykkti í morg­un að inn­leiða þjón­ustu­til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins en skýr fyr­ir­vari var sett­ur við um að Íslend­ing­ar af­sali sér ekki lýðræðis­legu valdi yfir al­mannaþjón­ust­unni í af­greiðslu rík­is­stjórn­ar og er hann efn­is­lega sam­hljóð fyr­ir­vara sem Norðmenn gerðu.

Til­skip­un­in, sem nær til allr­ar þjón­ustu, er hugsuð til þess að auka frelsi inn­an EES á öll­um sviðum þjón­ustu, meðal ann­ars til þess að auðvelda þjóðum að nýta sókn­ar­færi sín og þar með auka sam­keppn­is­hæfni.

Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra taldi afar brýnt að setja skýr­an fyr­ir­vara í tengsl­um við samþykkt þjón­ustu­til­skip­un­ar­inn­ar, fyr­ir­vara sem snýr sér­stak­lega að heil­brigðisþjón­ust­unni og al­mannaþjón­ustu al­mennt.

Enn­frem­ur tel­ur heil­brigðisráðherra brýnt að við inn­leiðingu til­skip­un­ar­inn­ar hafi það ráðuneyti sem stýri inn­leiðing­ar­ferl­inu hliðsjón af þess­um áhersl­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að til­skip­un­in verði því inn­leidd með þeim hætti sem skapi mest svig­rúm ís­lenskra stjórn­valda til að hafa bein áhrif á ákv­arðanir í mál­um sem ráðherra tel­ur vera grund­völl vel­ferðarþjón­ust­unn­ar í land­inu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

Ögmund­ur seg­ir að það hafi því miður vilja brenna við í tím­ans rás, að til­skip­an­ir frá Brus­sel væru samþykkt­ar í rík­is­stjórn án fyr­ir­vara og, að því er hon­um hef­ur stund­um virst, jafn­vel án at­hug­un­ar og ígrund­un­ar.

„Nú hef­ur verið inn­leitt nýtt vinnu­lag hvað þetta varðar og er það stórt skref fram á við. Hvað þjón­ustu­til­skip­un­ina varðar þá hef ég komið að henni í lang­an tíma á vett­vangi evr­ópskr­ar verka­lýðshreyf­ing­ar. Þar tókst að koma fram lag­fær­ing­um frá upp­haf­legu út­gáf­unni.

Með fyr­ir­vara Íslands á að vera girt fyr­ir ágang markaðsafl­anna að heil­brigðisþjón­ust­unni. Þess vegna stend ég ekki leng­ur  í vegi fyr­ir inn­leiðingu henn­ar enda hefði slíkt í för með sér að þjón­ustu­samn­ing­ar við öll EES rík­in væru í upp­námi sam­kvæmt túlk­un á EES sam­komu­lag­inu,” seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka