Umskiptingar á þingi

00:00
00:00

Þing­menn kröfðust svara á Alþingi í dag vegna þeirra um­mæla sænska sér­fræðings­ins Mats Jos­efs­son í sænsk­um fjöl­miðli, að end­ur­reisn banka­kerf­is­ins yrðu miklu dýr­ari en Íslend­ing­ar gerðu sér grein fyr­ir, ekki 385 millj­arðar eins og gert er ráð fyr­ir á fjár­lög­um held­ur  85 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu eða tólf hundruð og fimm­tíu millj­arðar

Álf­heiður Inga­dótt­ir formaður viðskipta­nefnd­ar  sagði að það væri alls gert ráð fyr­ir um 585 millj­örðum til að end­ur­fjármagna bank­ana, Seðlabank­ann og Spari­sjóðina á fjár­lög­um eða fimm­tíu til sex­tíu pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Hún sagðist telja að Mats Jos­ef­son  væri að tala um brúttóskuld­ir. Þær myndu lækka aft­ur þegar bank­arn­ir yrðu seld­ir.

Stjórn­ar­andstaðan gagn­rýndi harðlega að fundi í viðskipta­nefnd hefði verið frestað í síðustu viku og taldi brýnt að ræða þar end­ur­reisn bank­anna.  Bæði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son og Birk­ir Jón Jóns­son töldu að þingið væri niður­lægt og þing­menn kæmu að yf­ir­leitt að orðnum hlut og fengju upp­lýs­ing­ar ann­ars staðar en í þing­inu. Fram­kvæmda­valdið fengi umboð sitt frá Alþingi og gera þyrfti ráðherr­um grein fyr­ir því.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði að formaður Viðskipta­nefnd­ar hefði aug­ljós­lega ekki hug­mynd um málið en það hvarflaði ekki að henni að halda fund.  Sami meiri­hluti og talaði um gagn­sæi og opna stjórn­ar­hætti hefði séð ástæðu til að fresta föst­um nefnd­ar­fundi. Eygló Harðardótt­ir þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins sagði að svo virt­ist sem þing­mönn­um Vinstri grænna hefði verið skipt út. Þetta væri nýtt fólk, um­skipt­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert