Útköll vegna elds í gasgrillum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kallað út í dag vegna elds í gasgrillum. Rétt fyrir klukkan 17 var tilkynnt um eld í gasgrilli sem var á yfirbyggðum svölum í Suðurhólum. Rúmum tveimur klukkustundum síðar var tilkynnt um eld í gasgrilli á Bjarnarstíg.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn í báðum tilvikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka