Athugasemdir við aðbúnað hrossa

Gerðar hafa verið alvarlegar ábendingar, með kröfu um úrbætur, vegna fóðrunar og aðbúnaðar hrossa á tveimur bæjum á Mýrum. Voru farnar sérstakar eftirlitsferðir að báðum þessum bæjum um mánaðamótin. 

Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að Torfi Bergsson, búfjáreftirlitsmaður Búnaðarsamtaka Vesturlands, og Gunnar Gauti Gunnarsson, héraðsdýralæknir, skrifuðu bréf í byrjun maí til sveitarstjórnar Borgarbyggðar, sýslumanns, yfirdýralæknis, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og ábúenda jarðanna sem í hlut eiga, þar sem greint er frá eftirlitsferfðunum.

Um heimsókn á annan bæinn segir orðrétt í lýsingu þeirra Gunnars og Torfa: „Nú þegar við fórum blöstu við okkur mörg dauð hross í skurði sem hálfpartinn hafði verið grafið yfir og hræi af folaldi hafði verið troðið niður við heyrúllur sem gefnar höfðu verið. Hræ af einu hrossi var einnig í skurði sem fullur var af vatni.”

Þá segir í lýsingu þeirra að fóður hafi verið lélegt.

Á hinum bænum eru einnig gerðar alvarlegar athugasemdir um fóðrun útigangshrossa. Þau séu vanfóðruð, með ljóta hófa og að fleiri hross hafi verið verulega aflögð.

Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert