Biðu í 30-40 mínútur eftir lögreglu

mbl.is/Kristinn

Allt að 30-40 mín­út­ur liðu frá því til­kynnt var um lík­ams­árás á aldraðan mann, inn­brot og rán við Barðaströnd á Seltjarn­ar­nesi í fyrra­kvöld þar til lög­regl­an kom.   

„Hann hringdi fyrst í okk­ur. Þá fór ég af stað og kon­an mín hringdi á lög­regl­una,“ sagði son­ur manns­ins. Hann tel­ur föður sinn hafa hringt í sig rétt fyr­ir kl. 20.30. Þá hafði hann verið í 20-30 mín­út­ur að losa sig úr bönd­um ræn­ingj­anna. Son­ur­inn flýtti sér á staðinn.  

„Svo kom eng­inn og þá hringdi ég. Það kom eng­inn og aft­ur hringdi ég og enn kom eng­inn og enn hringdi ég.“ Son­ur­inn kvaðst hafa lýst því vand­lega hvað eft­ir annað fyr­ir þeim sem svöruðu neyðarsím­an­um hvað hafði komið fyr­ir föður hans. Loks komu tveir lög­reglu­menn á mótor­hjól­um, lík­lega klukk­an rétt rúm­lega 21. 

Um leið og mótor­hjóla­lög­reglu­menn­irn­ir vissu af al­vöru máls­ins kölluðu þeir eft­ir aðstoð. Fljót­lega kom tækni­deild og rann­sókn­ar­deild. „Öll vinnu­brögð þeirra voru til fyr­ir­mynd­ar. Þeir voru að leita að fingra­för­um fram eft­ir nóttu,“ sagði son­ur­inn.

Hann kvaðst hafa kvartað yfir þess­um seina­gangi við lög­regl­una. Þá hefði verið minnst á mann­inn sem braust inn í Kaupþing banka í Aust­ur­stræti um sama leyti.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu (LRH) hef­ur beðið fjar­skiptamiðstöð rík­is­lög­reglu­stjóra um grein­ar­gerð vegna út­kalls­ins í inn­brots­málið. Von­ast er eft­ir niður­stöðu í dag. Fjar­skiptamiðstöðin tek­ur við beiðnum frá Neyðarlín­unni um lög­regluaðstoð og send­ir svo beiðni til lög­reglu í viðeig­andi um­dæmi um aðstoð. Starfs­menn fjar­skiptamiðstöðvar­inn­ar meta hve áríðandi út­kallið er.

Geir Jón Þóris­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá LRH, sagði að svo virt­ist sem eitt­hvað hefði farið úr­skeiðis við boðun út­kalls­ins á Seltjarn­ar­nes og það ekki fengið þann for­gang sem því bar. Hann sagði að LRH ætti að ráða vel við tvö al­var­leg út­köll á sama tíma. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka